Hvers vegna vængflöturinn er mikilvægur
- Einn og sér er vængflöturinn ekkert merkilegur. Við verðum, hins vegar, að reikna hann út til að geta ákvarðað vænghleðslu, sem er mjög mikilvæg.
Vængflötur á flugvélum með marga vængi
- Reiknaðu hvern væng fyrir sig. Leggðu þá síðan saman til að finna heildar vængflötinn.
Athugaðu
- Ef þú ert að smíða úr kitti eða eftir teikningu, þá ætti vængflöturinn að vera tilgreindur á kassanum, í leiðbeiningunum eða á teikningunni.
- Þegar maður reiknað flötinn fyrir vænginn eða stélflötinn, þá tekur maður með þann hluta sem gengur í gegnum skrokkinn, þó þetta búi ekki til neitt lift.
Er þetta réttur sporöskjuvængur?
Það er ekki erfitt að reikna flöt sporöskju. Hins vegar er það allt annað mál að ákvarða hvort flötur er í raun rétt sporaskja eða ekki.
Það er engin leið að ákvarða hvort vængur er rétt sporaskja með því einu að horfa á hann. Það eina sem er áreiðanlegt er að nota vængbreidd við rót og vænghaf í formúlunni til að reikna teiknipunktana.
Ef teiknipunktarnir falla á útlínur vængsins, þá er hann rétt sporaskja. Ef ekki, þá verður þú að nota aðrar aðferðir til að reikna vængflötinn.
Útlína sporöskju teiknuð
Ef þú vilt teikna útlínu sporöskju, þá er formúlan fyrir henni þessi:
(x2 / a2) + (y2 / b2) = 1
þar sem
a = vænghaf / 2
b = rótarbreidd / 2
Það sem maður gerir er að ákveða vænghafið og rótarbreiddina og setur síðan inn tölur eftir vænghafinu til að finna breiddina á þeim stað.
Það er líka til gömul aðferð að nota tvo punkta (teiknibólur) og bandlykkju, en ég man ekki í svipinn hvernig á að staðsetja punktana. Þetta er afskaplega einfalt og ég er viss um að þú getur fundið þetta á netinu ef þú vilt.
Flatarmál reiknað fyrir rétta sporöskju
Það er einfalt að nota formúluna fyrir flatarmál sporöskju EF vængurinn er rétt sporaskja (eða nálægt því).
Flatarmál sporöskju = a x b x Pí
þar sem
a = vænghaf / 2
b = rótarbreidd / 2
(og ef þú manst það ekki, þá er Pí = 3.14)
Og þar af leiðir (án þess þó að sýna öll skrefin í útreikningunum)…
Vængflötur = ( 3.14 x vænghaf x rótarbreidd ) / 4
Flatarmál reiknað ef ekki er um rétta sporöskju að ræða
Það er mjög líklegt að framhluti vængsins sé ekki sama sporaskjan og afturhlutinn. Þá er hægt að skipta vængnum í tvennt með línu frá enda til enda
Síðan er flötur hvors hlutar fyrir sig reiknaður og þeir síðan lagðir saman. Deildu síðan í niðurstöðurnar með tveim til að fá rétt flatarmál.
Hin aðferðin er að skipta vængnum í röð af trapísum, reikna flatarmál hverrar fyrir sig og svo leggja þær saman til að fá út vængflötinn. Að lokum þarf að áætla hversu mikill flötur féll ekki inn í trapísurnar og bæta honum við.
Þetta ætti að vera nokkuð nálægt réttri tölu og svosem nógu nákvæmt fyrir okkur. Þú ættir nú samt að hafa þessa tölu alveg hárnákvæma ef þú ætlar að útbúa kitt eða selja teikninguna.
Höfundarréttur © 2003 Paul K. Johnson
Þýtt með leyfi höfundar – g