Módelflug: Kafli 3


FLUGEÐLISFRÆÐI

VINDUR OG FERILL

Vindur og ferill
Flugvél beitt upp í vindinn til að komast á réttan stað

Í logni verður ferill flugvélar í þá átt sem við beinum henni en það breytist í vindi.

Ef við drögum, hugsaðan feril í logni og síðan feril frá sama stað beint undan vindi, þá verður raunverulegur ferill þar á milli, eftir hraðahlutföllum. Við beitum flugvélinni upp í vindinn til að vega á móti drifi hans. Ef vindurinn er samsíða þeim ferli sem við hyggjumst fljúga þá einfaldast dæmið nokkuð, hraði vindsins dregst einfaldlega frá eða bætist við hraða flugvélarinnar miðað við jörð. Lofthraði vélarinnar er hins vegar óháður vindi og það hentar okkur einmitt ágætlega við flugtök og lendingar.

Ef vindhraðinn er nægur, er hægt að lenda móti vindi á litlum hraða miðað við jörð og flugtak verður með sama móti stutt. Ef við íhugum lóðréttan feril flugvélar sem kemur til lendingar móti miklum vindi, verður hann mjög brattur ef vélarafli er ekki beitt til að auka hraða flugvélarinnar. Þessi áhrif vinds gera aðflugið oft mjög frábrugðið séð frá jörðu, og aðallega er tvennt sem varast ber öðru fremur. Ef vélarafl bregst, þá þarf meiri hæð til að svífa móti vindinum og jafnvel þarf að dýfa vélinni verulega til að yfirvinna vindhraðann. Eftir lendingu eru stýri oft virk í miklum vindi þannig að þeim verður að beita rétt ef ekki á illa að fara. Tilhneiging er til að halda flugvél á meiri flughraða í vind aðflugi en endranær, það eykur stýrihæfni og minnkar möguleika á ofrisi þegar vindhviður ganga yfir.

Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“