Módelflug: Kafli 4
SMIÐI OG TILKEYRSLA MÓTORA
ÁHÖLD OG VERKFÆRI
Algengustu verkfæri sem notuð
eru í módelsmíði |
Sagt er að hægt sé að smíða flugmódel
með nokkra bogna títuprjóna og brotið rakvélarblað
ein að vopni. Allt um það þá fer ekki
hjá því að því fleiri og
betri verkfæri sem notuð eru því auðveldara
er að smíða módelið upp að vissu
marki -. Þau verkfæri og áhöld sem telja
má nauðsynleg við módelsmíði
eru:
- 1. SMÍÐAPLATA
- Slétt, flöt plata, t.d. 22 mm spónaplata
með trétex límt á til að auðvelt
sé að festa á hana títuprjóna
og teiknibólur. Það er algerlega nauðsynlegt
að þessi plata sé bein og slétt. Það
er ekki hægt að smíða rétt módel
á undinni smíðaplötu. Best er að
samlíma tvær spónaplötur og tvær
trétex plötur. Þannig fæst óhagganleg
smíðaplata. Fáðu vinalegt trésmíðaverkstæði
til að ghera það í límpressu, þá
verður allt eins og það á að vera
- 2. MÓDELHNÍFUR
- Mikilvægt er að þægilegt sé að
skera viðinn, bæði til að varast slys og einnig
til að skurðurinn sé betri. X-acto hnífur
nr. 1 með blaði nr. 11 er vinsælastur en til eru
margar gerðir af hnífum sem hægt er að
nota.
- 3. TÍTUPRJÓNAR
- Títuprjónar eru notaðir til að halda
hlutum á sínum stað á meðan límið
er að þorna. Best er að þeir séu
með stórum haus sem gott er að sjá og
halda um. Þeir fást í tuskubúðum.
Skoðaðu úrvalið þar, það
eru til margar gerðir prjóna.
- 4. PÚSSIKUBBUR OG SANDPAPPÍR
- Til að módelið líti sómasamlega
út þarf að pússa það og það
er best gert með góðum pússikubbi. Bæði
er hægt að búa hann til úr lófastórum
trékubbi og kaupa hann tilbúinn í næstu
byggingavöruverlsun. Þar fæst einnig sandpappír
í mörgum gerðum og getur komið sér
vel að eiga til pappír af mismunandi grófleika,
allt frá A80 til A400 (og jafnvel fínni).
- 5. ÖNNUR VERKFÆRI
- Önnur verkfæri sem gæti komið sér
vel að eiga eru lítil bakkasög, bogasög,
balsahefill, safn af margvíslegum blöðum í
hnífinn, um 15W lóðbolti, litlar þvingur
og klemmur og borsveif. Annað er til á flestum heimilum
eins og tangir, skrúflyklar og skrúfjárn
af mörgum stærðum og gerðum, þvottaklemmur,
límband o.s.frv. Rafmagnsverkfæri eins og Dremel
fræsarar og rafmagnssagir eru ekki nauðsynleg svona
til að byrja með en geta komið sér mjög
vel ef mikið er smíðað og eru þá
oft mikið notuð.
|