![]() Byrjendavél með mótor |
Hvort viltu fljúga á aflinu einu saman eða notfæra þér veður, sól, hita og vinda við flug? Viltu beisla veðurguðina eða bjóða þeim byrginn? Þitt er valið..
Vélflugur þurfa auðvitað mótor og venjan er sú að þær þurfa minnst þrjár stýrirásir. Þar að auki þarf að nota eldsneyti og aukahluti, eins og startrafhlöður o.s.frv. til að koma mótornum í gang. Að síðustu þarf tiltölulega sléttan flöt til að taka á loft og lenda.
Á móti kemur að vélflugur er hægt að hafa á lofti lengur án mikillar fyrirhafnar, og þær eru ekki eins háðar veðri og vindum eins og svifflugur.
![]() Byrjendasviffluga |
Við flug á svifflugu þarf oft ekki nema tvær stýrirásir og ef þeim er flogið í hlíðaruppstreymi þarf enga aukahluti. Þeir sem ekki eru svo heppnir að búa við eða í góðri hlíð, þurfa að fljúga af jafnsléttu og þá þarf start-teygju til að koma flugunni á loft. Þegar teygja er notuð þarf að minnsta kosti 200-250 metra langt tún (eða annað sem ekki þarf að vera sérlega slétt) til að taka á loft.
Ekki er heppilegt að velja sem fyrsta módel "skalamódel", en það er eftirlíking af raunverulegri flugvél t.d. Spitfire.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það
alveg í þínu valdi hvora gerðina þú velur.
Það sem taka þarf tillit til er efnahagur, aðstaða og
áhugi, en ekki endilega í þessari röð. Einnig gæti
verið góð hugmynd að spyrja tilvonandi flugkennara, ef hann
stendur til boða, hvora tegundina honum fellur betur við. Til að
sjá hvernig vanalegt byrjendamódel lítur út skaltu
skoða vel myndirnar á þessari síðu.
![]() ![]() ![]() |
Úr Módelflug |