Módelflug: Kafli 1


Val á flugmódeli og mótor

SMÍÐATÍMI


Flogið á miðnætti

Hægt er að fá módel mismunandi mikið forsmíðuð. Annars vegar eru svokölluð ARF módel, sem búið er að smíða og klæða og sem tekur ekki nema nokkra klukkutíma að gera klár til flugs. Hins vegar eru módel sem eru eingöngu gerð úr viði og getur tekið nokkrar vikur að fullgera. Að sjálfsögðu er einnig til allt þarna á milli og segja má að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Reglan er að því meira sem búið er að forsrníða módelið, því dýrara getur það orðið, þó það sé nú ekki algild gerla. Á móti kemur að því meira sem þarf að smíða því meira er hægt að gera vitlaust. Það er því undir hverjum og einum komið hvernig módel hann kaupir. Æskilegt er að fyrsta módel sé ekki of "flott", þ.e. ekki sé lögð mikil "sál" í módelið svo að byrjunaróheppni geti ekki farið með vinnu heils vetrar í súginn á nokkrum sekúndum.

Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“