Mótor sem gæti hentað á byrjendamódel |
Áður en hægt er að gefa beinar ráðleggingar varðandi val á mótor fyrir fyrsta flugmódelið, skulum við velta fyrir okkur hinum mismunandi mótorgerðum sem eru á markaðnum. Algengasta útfærslan um árabil hefur verið tvígengisglóðarhausmótor í stærðum 0.8 - 15.0 rúmsentimetrar (0.049-0.90 rúmtommur). Hér á árum áður voru tvígengis dieselmótorar mjög útbreiddir en þeir eru nú allir komnir upp í hillu sökum þess að þeir eru erfiðari í gangsetningu og flóknari að stilla heldur en glóðarhausmótorar.
Á síðustu árum hafa fjórgengis-glóðarhausmótorar og tvígengisbensínmótorar rutt sér mjög til rúms. Fyrst skulum við líta ögn nánar á glóðarhausmótorana.
Að sjálfsögðu er nokkur munur á byggingu þessara mótora, sumir hafa kúlulegur á sveifarásnum, aðrir fóðringar, einnig eru mótorar með stálslíf og stálbullu, eða stálfslíf og álbullu með þéttihring eða hringi, en þeir sem taldir eru vandaðastir hafa krómaða koparslíf og álbullu.
Fjórgengismótor |
Þeir síðastnefndu eru auðkenndir með stöfunum ABC sem er skammstöfun fyrir Alumininum-BrassChrome.
Nokkur munur er á skolun (portun) mótora, en flestir eldri mótorar hafa svokallaða "crossflow" skolun, og hafa þá brík eöa band þvert yfir og ofan á bullunni. Flestir nýhannaðir mótorar hafa svokallaða "sneurle" skolun, sem gefur meiri orku og kaldari gang undir miklu álagi. Fjórgengismótorar eru mjög að ryðja sér til rúms, sérstaklega í skalamódel, sem menn vilja yfirleitt hafa tiltölulega hægfleyg. Þeir eru að vísu ekki eins kraftmiklir og tvígengismótorarnir miðað við rúmtak og þyngd, en hins vegar eru þeir miklum mun hljóðlátari og yfirleitt gangvissari.
Fjórgengismótorarnir eru oftast, hvað hestaflatölu snertir, helmingi kraftminni en tvígengismótorar, en það er örlítið blekkjandi vegna þess að þeir ná hámarksorku við ca. 8-9.000 snúninga (á mínútu) og geta auk þess snúið stærrri spöðum en samsvarandi tvígengismótorar. Þetta er mjög heppilegt vegna góðrar nýtni á spaða.
Bensímótor |
Glóðarhausmótorarnir ná hins vegar hámarksorku á allt að 16.000 snúningum og þá með tiltölulega litlum spaða. Þessi snúnigshraði er allt of mikill til að góð nýtni spaðans náist, og einnig þarf að nota tiltölulega litla spaða til að ná þessum mikla hraða, þannig að í reynd eru notaðir heldur stærri spaðar til að auka nýtni spaðans. Þetta þýðir að mótorinn er ekki keyrður nema á 11-12.000 snúningum eða töluvert undir þeim snúningshraða sem hármarks afl næðist, og afleiðingin er að sjálfsögðu sú að í reynd er mótorinn kraftminni heldur en gefið er upp af framleiðanda.
Fjórgengismótorar eru keyrðir á hámarksafli, sem er í reynd það afl sem upp er gefið og þeir eru einnig til muna sparneytnari.
Af framangreindu ætti að vera ljóst að ekki er að furða þó fjórgengismótorarnir séu að verða mjög vinsælir.
Tveggja strokka, 89ccm bensínmótor = STÓR ! |
Bensínmótorar hafa ýmist magnetukveikju eða elektroniska kveikju og eru eingöngu ætlaðir í stór módel. Þeir ganga á venjulegu bensíni, sem í er blandað olíu í hlutföllum einn á móti fimmtíu eða tveir á móti fimmtíu.
Stór módel má kalla þau módel sem hafa frá tveggja metra vænghafi og vega yfirleitt ekki undir 6-7 kg.
Mótorinn sem varð í raun upphafið að bensínmótorbyltingunni er Quadra. Hann er 35 sm3 að rúmtaki og er upphaflega ættaður úr keðjusög (stórviðarsög). Hann er tiltölulega léttur miðað við orku og rúmtak og mjög gangviss. Í dag eru komnir á markað óteljandi mótorar af alls konar gerðum með rúmtak frá um 30 sm3 upp yfir 80 til 90sm3. Þar sem bensín er mun ódýrara en góðareldsneyti, eru bensínmótorar ódýrir á fóðrum.
Rétt er að geta þess að O.S. Engines í Japan framleiðir
vankelmótor fyrir flugvélamódel, en þessi mótor
er um 7 cm að rúmtaki. Hann er mjög þýðgengur
og hlóðlátur en er tiltölulega þungur og mjög
dýr.
Úr Módelflug |