Módelflug: Kafli 1


Val á flugmódeli og mótor

NIÐURSTAÐA

Sviffluga lendir
Sviffluga kemur inn til lendingar

Þegar velja á mótor í flugmódel ber að sjálfsögðu fyrst að hafa í huga stærð og þyngd módelsins, en sé um að ræða módel úr byggingarsetti, er venjulega mælt með mótor frá lámarksstærð til hámarksstærðar. Fyrir byrjanda er yfirleitt best að velja mótor af stærð sem er mitt á milli þessara marka.

Með mótor af lágmarksstærð er módelið erfiðara í flugtaki og er hættara við ofrisi, en hámarksstærð mótors gerir módelið venjulega hraðfleygara og sneggra í stýrissvörun og þar með erfiðara að stjórna því. Það má að sjálfsögðu segja að hægt sé að draga úr inngjöfinni og fljúga þar með hægar, en í reyndinni er þetta hægara sagt en gert, enda er módel með stóran mótor tiltölulega þyngra en módel með minni mótor og hefur þar af leiðandi meiri flughraða.


Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“