Módelflug: Kafli 5
VÉLFLUG
AÐGÆSLA OG TILLITSEMI
Aðgæsla og tillitssemi eru boðorð sem aldrei
má gleyma. Allar módelflugvélar geta verið
hættulegar ef óvarlega er með þær
farið, og ekkert getur komið í staðinn fyrir
tillitsemi flugmanna, hvers gagnvart öðrum.
Mikilvægt er að hafa vakandi auga með áhorfendum
sem ekki vita hverju þeir eiga von á. (Þess
vegna koma þeir!) Börn að leik við flugbrautina
er sjón sem aldrei ætti að sjást, og flug
yfir áhorfendur sömuleiðis.
Senditíðnir eru ekki það margar að öruggt
sé að kveikja á sendi án þess að
athuga hvort einhver annar sé að nota sömu tíðni.
Oftast er útbúin tíðnitafla sem allir
aðgæta áður en þeir kveikja á
tækjum sínum.
Þegar margir nota sömu flugbraut verður að
stytta tíma hvers og eins sem mest við brautina og
á henni, en flugmenn ættu að standa nokkuð
þétt saman utan aðflugslínu. Hver sá
sem hyggst hefja flug eða aðflug, ellegar þarf að
nauðlenda aðvarar þá hina flugmennina í
tæka tíð svo ekki verði árekstrar.
Allir verða að fljúga brautina í sömu
átt jafnvel þótt logn sé, og skipti
um vindátt verður sameiginleg ákvörðun
að ráða hvenær skipt er um flugátt.
Hver ber kostnaðinn af tjóni
sem þessu? |
Hér á landi eru engar sérreglur um módelflug
og má segja að þeirra sé heldur ekki þörf
meðan allir sjá sóma sinn í því
að fara gætilega og sýna tillitsemi í
hvívetna.
Stöndum saman og höldum vörð um þessar
dyggðir, þá verður engra annarra reglna þörf
um ókomna tíð.
TRYCGINGAR
Nauðsynlegt er að tryggja sig gegn óhöppum
sem valdið gætu öðrum skaða. Flest flugmódelfélög
hér á landi hafa fellt greiðslu tryggingariðgjalds
inn í heildargreiðslu félagsgjalda. Þeir
sem utan félags standa, ættu að ráðfæra
sig við tryggingarfélag sitt um það hvort
heimilistrygging dekkar tjón af völdum flugmódels. |