Módelflug: Kafli 6
SVIFFLUG
HANGFLUG
UM MÓDELIÐ:
Lítil en snaggaraleg hangfluga |
Hang-svifflugur eru yfirleitt með styttri vængi en
hástartsvifflugur, þ.e.a.s. á bilinu 2,00-2,50
metra. Einng hafa þær vængsnið sem gefur
minna lift en aukinn hraða.
FLUGIÐ:
Hér er svifflugunni kastað fram af brekkubrún
og stendur flugmaðurinn í sömu sporum og þegar
hann heldur á svifflugu í teygju, þannig að
á þessu stigi er áríðandi að
vera búinn að kveikja á tækjum og prófa
öll stýri áður en kastað er. Kastað
er beint inn í vindinn og módelinu haldið í
uppstreyminu sem myndast er brekkan beygir vindinn upp á
við. Uppstreymið fer eftir vindhraðanum og halla brekkunnar.
Ekki þarf háa eða bratta brekku til að hægt
sé að fljúga léttri svifflugu.
Flestar svifflugur hanga best þegar vindhraðinn er
4-10 metrar á sekúndu á brekkubrúninni.
Í meiri vindi er erfiðara að fljúga því
uppstreymið verður meira og iður (turbulens) verða
meiri og er módelið þá óstöðugra.
Svifflugunni er flogið ofan á vindinum sem fer
upp brekkuna |
Í fyrstu flugunum skal módelið vera í
því jafnvægi sem mælt er með á
teikningum. Gangið úr skugga um að skýrisfletir
séu í núllstöðu og að vængirnir
séu rétt staðsettir. Kastið módelinu
beint upp í vindinn með nefið frekar niður
á við og vængina lárétta. EKKI
KASTA MÓDELINU UPP Á VIÐ.
Módelið rís mjög hratt ef uppstreymið
er sterkt og þú skalt vera við því
búinn að gefa niður á hæðarstýrinu
til að það skríði á móti
vindinum. Stilltu trimm á fjarstýringu þar
til módelið flýgur lárétt.
Beygðu síðan í aðra hvora áttina
og fljúgðu samsíða brekkubrúninni.
Eftir ca. 50 metra skaltu beygja upp í vindinn og fljúga
í hina áttina. Venjulega er flogið í
áttu, með báðar beigjurnar út frá
brekkunni, upp í vindinn. Fylgstu vel með módelinu
og stilltu trimmin til að varna því að það
rísi of mikið. Ef módelið heldur áfram
að rísa með fullt "niður trimm",
skaltu lenda og bæta þyngd í nefið.
Lending á brekkubrún krefst sérstakrar tækni
og einbeitni. Þegar flogið er inn yfir brekkuna hverfur
uppstreymið og iður og niðurstreymi eru algeng.
Byrjaðu aðflugið hátt og snúðu
vélinni beint upp í vindinn og haltu henni í
grunnri dýfu til að missa ekki hraðann. Í
um eins meters hæð skaltu fleyta vélinni úr
dýfunni til að minnka hraðann og keyra hana svo
niður með því að gefa smávegis
niður á hæðarstýrinu. Ef módelið
er of hátt eða á of mkilum hraða skaltu
láta það fljúga fram af brúninni
og reyna aftur. Það er betra en að brjóta
sviffluguna.
|