Módelflug: Kafli 7


FLUGKEPPNI OG LISTFLUG

Hang
Sviffluga tekur krappa beygju í hangi

SVIFFLUGKEPPNIR

Hér á Ísland hefur keppni í módelsvifflugi verið mjög vinsæl. Keppt er í tveim greinum, hástarti (F3B og F3J) og hangi (F3F). Hástartkeppni fer fram á jafnsléttu og er notast við hitauppstreymi, en hangkeppni fer fram á hlíðarbrún og er þar notast við hlíðaruppstreymi.

HÁSTART

Keppni í hástarti er skipt í nokkra flokka, en hér verður aðeins fjallað um þrjá þeirra. Flokkarnir eru:

  • F3B - Hástart
  • F3J - Tímaflug
  • F3F - Hang
  • F3H - Víðavangsflug
  • F3I - Flugtog
  • F3K - Svifflugukast

F3B er skipt í þrjár þrautir, tímaflug, langflug og hraðaflug. Í tímafluginu á að fljúga sem næst 10 mínútum og lenda á punkti. Í langfluginu er flogið í 150 metra braut og má hver flugmaður fara eins marga leggi og hann getur á 7 mínútum. Í hraðafluginu er tíminn tekinn á fjórum leggjum í 150 metra braut. Í F3B má nota spil til að ná hæð.

Í F3J er bara ein þraut, fljúga eins lengi og hægt er, allt að 10 mínútum og lenda á fyrirfram ákveðnum stað. Lendingar geta ekki stig. Þetta virðist létt verk og löðurmannlegt, en þetta er gert erfiðara með því að ekki má nota spil, heldur bara hlaupalínu sem tveir hlauparar mega toga.

HANG

Keppni í hangi (F3F) fer fram á þann hátt að keppendur fljúga, einni í senn, ákveðna braut sem er 100-150m löng. Flognar eru 10-20 ferðir eins hratt og unnt er og tíminn mældur. Sá sem flýgur á skemmstum tíma vinnur og fær 1000 stig. Hinir fá svo stig í hlutfalli við eigin tíma á móti tíma þess sem vann.

Nákvæma lýsingu á F3B og F3J má fá á vef flugmódel.is.

Til bakaEfnisyfirlitÁfram
Úr „Módelflug“